Leiguskilmálar Helgafell Rentals
Leiguskilmálar þessir gilda um allar leigubókanir gerðar í gegnum heimasíðu, tölvupóst, síma eða með öðrum hætti við Olav Forum ehf (Helgafell Rentals), kt.6709760419, Vsk nr. 74580, en fyrirtækið hefur fullt eignarhald allra leigueigna á vef helgafellrentals.com og er með fulla leiguumsjón yfir eignunum.
Leigjandi ber að kynna sér þessa leiguskilmála áður en hann bókar eign. Litið er svo á að eftir bókun og greiðslu sé kominn á skammtíma leigusamningur um þá tilteknu eign og um leið litið svo á að leigjandi hafi samþykkt leiguskilmálana.
1.0 Bókunarferli & Greiðslur
Leigjandi þarf að vera eldri en 20 ára og getur Helgafell Rentals krafist þess að leigjandi framvísi persónuskilríkjum þessu til staðfestingar.
Bæði er hægt að greiða með millifærslu og kreditkorti í gegnum öruggt greiðslusvæði Borgunar
Einnig þarf að greiða þrifagjald (120€) sem bætist við leiguverðið en þá er öll eignin ásamt öllu líni þvegið við brottför. Samhliða leiguverði skal greiða 500€ tryggingu fyrir skemmdum og misnotkun á eigninni sbr grein 6.0 hér að neðan.
Til að staðfesta pöntun skal leigutaki greiða 100% af leiguverði, þrifagjaldi og tryggingu.
2.0 Leiguverð
Leiguverð er samkvæmt verðskrá á heimasíðu hverju sinni. Innifalið í leiguverðinu eru rúmföt, baðhandklæði, tuskur, viskustykki, rafmagn og vatn.
3.0 Koma og brottför
Lyklar af leigueign eru afhentir á Spáni.
Leigutími hefst kl. 18.00 á upphafsdegi leigudags og endar kl. 12.00 á lokadegi leigudags.
Í mörgum tilvikum en ekki öllum er hægt að framlengja dvölina á brottfarardegi gegn aukagreiðslu sem er mishá eftir leigueignum.
Ef leigutaki skilar ekki af sér eign á réttum tíma hefur Helgafell Rentals heimild til að rukka leigutaka upp að 250€ vegna aukins kostnaðar sem hlýst af viðkomandi seinkun.
4.0 Breytingar, afbókanir og forföll
Ef breyta þarf bókun eða afbóka eftir staðfestingu bókunar skal hafa samband við Helgafell Rentals. Helgafell mun kappkosta að koma á móts við leigutaka um breytingu á bókun en getur ekki tryggt að slík beiðni verði uppfyllt án kostnaðar.
Fyrir afbókanir sem eiga sér stað með meira en 30 daga fyrirvara á leigutaki rétt á 100% endurgreiðslu á leigugjaldi. Ef afbókanir berast með minna 30 daga fyrirvara en meira en 14 daga fyrirvara á leigutaki rétt á 50% af leigugjaldi. Ef afbókanir berast með minna en 14 daga fyrirvara fæst leigugjald ekki endurgreitt.
Önnur tilfelli verða að skoðast með tilliti til ástæðu og orsakar, en einnig þar geta óvenjulegar aðstæður gefið fulla endurgreiðslu.
Það verður að hafa í huga, að það er mikil samkeppni í þessari grein og mörg dæmi sýna að skemmdarverk eru til. Helgafell mun standa fyrir og starfa efir heiðarlegum og löglegum skilmálum.
Leigutaki ber sjálfur ábyrgð á sínum leigutíma og ef til seinkunar eða forfalla kemur vegna ferða hans er það á hans eigin ábyrgð.
5.0 Þrif
Það er hluti af skilmálunum að leigutakar greiði fyrir brottfararþrif og þvott á líni í lok dvalar.
Húsnæðið skal vera hreint þegar leigutaki kemur, vera með hreinum rúmfatnaði, handsápu, uppþvottalegi, salernispappír og handklæðum.
Telji leigutaki aðkomu ábótavant er hann tekur við húsnæðinu skal hann tafarlaust gera viðvart svo hægt sé að gera úrbætur. Að öðrum kosti skoðast að leigutaki telji aðkomu fullnægjandi.
Þótt greitt sé fyrir brottfararþrif gildir sú regla að leigutaki fjarlægir alla matarafganga, hendir öllu rusli úr húsinu og skilur við öll eldunar- og mataráhöld hrein og tilbúin til notkunar fyrir næsta leigutaka. Á þetta einnig við um útigrill þar sem þau eru til staðar.
6.0 Tryggingar
Sem tryggingu fyrir verulegri misnotkun á eigninni og verulegum skemmdum verður að leggja fram tryggingar 500€ sem greiðist við bókun á heimasíðu Helgafell Rentals.
Ekki er verið að leggja fram tryggingu vegna þess að glös, diskar og annað lítilsháttar getur brotnað heldur fyrir verulegum skemmdum eða eyðileggingu.
Eigandi eignarinnar eða umsjónaraðili áskilur sér rétt að taka af framangreindri upphæð ef slík misnotkun eða eyðilegging hefur átt sér stað á eigninni.
Um leið ábyrgist eigandinn og eða umsjónaraðilinn að endurgreiða framangreinda fjárhæð til leigjandans við brottför ef engar skemmdir hafa átt sér stað á eigninni.
7.0 Skyldur og skuldbindingar leigutaka
- Leigutaki skuldbindur sig til að ganga um eign samkvæmt reglum hússins.
- Verði tjón af völdum leigutaka eða gesta hans er leigutaki ábyrgur fyrir skemmdum og ber að greiða viðgerð eða bætur á viðkomandi tjóni.
- Leita skal til þriðja aðila til að meta og gefa raunhæft verð í tjónið sem skal bætt að fullu af leigutaka. Á þessi liður eingöngu við ef um óeðlilega notkun er að ræða af völdum ásetnings eða gáleysis.
- Fjöldi einstaklinga sem dvelja í fasteign má ekki fara yfir hámarksfjölda er kemur fram á upplýsingasíðu fasteignar á vefsíðu Helgafell Rentals. Börn 2 ára eða yngri teljast ekki til hámarksfjölda.
- Gestir eru leyfðir á daginn en þeim er ekki leyft að gista yfir nótt.
- Gæludýr er ekki leyfð og reykingar eru bannaðar innandyra.
- Virða ber nágranna og hávaða skal lágmarka á öllum tímum.
- Leigutakar eru beðnir að hafa í huga að húseigendur eru ábyrgir fyrir hegðun þeirra gagnvart nágrönnum og húsfélagi.
- Ef liggur fyrir að nágrannar verða fyrir óþægindum áskilur Helgafell Rentals sér rétt til að fara fram á að leigutaki yfirgefi fasteign án rétts til að krefjast hvers konar bóta.
- Ganga skal vel um hið leigða húsnæði og halda því hreinu á meðan dvöl stendur.
- Við hverja leigueign er sundlaug og skulu leigutakar fara varlega og fylgjast vel með börnum sínum.
- Ef lykill læsist inni í húsinu þarf leigutaki að greiða fyrir lyklasmið.
8.0 Skyldur og skuldbindingar Helgafell Rentals (HR)
- Að allar upplýsingar á leigusíðu um fasteign séu réttar og uppfærðar.
- HR er ábyrgur fyrir því að leiga á fasteign sé í samræmi við öll staðbundin eða innlend lög þar með talin lög um um heilsu, öryggi og tryggingar.
- HR er ekki ábyrgur fyrir neinum beinum eða óbeinum kostnaði, tjóni eða tapi stofnað til af leigutaka eða öðrum gestum fyrir, meðan og að eftir dvöl leigutaka lýkur.
- HR getur ekki ábyrgst bilanir eða truflanir á þjónustu eða búnaði í fasteign, né truflun vegna viðhalds sem fara fram í öðrum hluta sameignarinnar. Berist tilkynning um slíkt mun HR reyna að bregðast við slíkum málum innan hæfilegs tíma.
- HR skal standa vörð um friðhelgi leigjanda og gæta trúnaðar um viðskiptasamband aðila. Persónuupplýsingum sem safnað er munu aðeins vera notaðar til að bæta þjónustuna og sníða hana að þörfum notenda. HR má ekki skipta eða leigja persónuupplýsingar til þriðja aðila eða stofnana.
9.0 Skaðleysisábyrgð
- Helgafell Rentals getur ekki borið ábyrgð á neinum beinum eða óbeinum kostnaði, tjóni eða tapi sem er stofnað til af leigutaka beint eða óbeint eða öðrum gestum á hans vegum annað hvort fyrir, á meðan og að eftir dvöl leigutaka lýkur, nema að því marki þar sem ólöglegt að útiloka slíka ábyrgð.
- Helgafell Rentals getur ekki ábyrgst bilanir eða truflunir á þjónustu eða búnaði í leigueign, né truflun vegna viðhalds sem fara fram í öðrum hluta eignarinnar. Berist tilkynning um slíkt mun Helgafell Rentals reyna að bregðast við slíkum málum innan hæfilegs tíma. Ef mál er þess eðlis að það hefur alvarlega áhrif á dvöl leigutaka í leigueign og Helgafell Rentals er ókleift um að leysa málið innan 48 klukkustunda verður leigutaka boðið annað húsnæði ef sá valkostur er í boði.
- Ef einhver óvænt ytri og óviðráðanleg atvik valda því að Helgafell Rentals getur ekki útvegað leigjanda þá leigueign sem bókuð hefur verið og greitt fyrir, skuldbindur Helgafell Rentals sig til að útvega leigjanda að minnsta kosti sambærilega eign á svipuðum stað til leigu.
10.0 Höfundarréttur
Allt efni á heimasíðu Helgafellrentals.com tilheyrir Olav Forum ehf og er allur höfundarréttur áskilinn. Efnið má hvorki afrita né dreifa án skriflegs samþykkis.
Helgafell Rentals gerir fyrirvara um innsláttar- og prentvillur á útgefnu efni hvort sem er á pappír eða á vefsíðu.
11.0 Persónuvernd
Persónuverndarstefnu Helgarfell Rentals er hægt að lesa hér:
https://helgafellrentals.com/personuverndarstefna/
12.0 Lög og varnarþing
Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000. Rísi mál út af viðskiptasamningum Olav Forum ehf og/eða almennum skilmálum félagsins skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Varnarþing félagsins er í Reykjavík.
Síðast uppfært 22.10.2019