Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á Helgafell og vonum að þið eigið eftir að njóta dvalarinnar og eiga góðar stundir. Leigjandi hefur afnotarétt af húsinu frá kl. 18.00 á komudag til kl. 12.00 á brottfarardag. Við biðjum ykkur að skilja lykla af íbúð eftir á eldhúsborði á brottfarardegi.
Íbúð og staðsetning
Heimilisfang húsnæðis er: Av.de Malaga 22 í Allegra residential 03170 Ciudad Quesada, Rojales, Alicante. Bílastæði er við húsið inn á lokaðri lóð og einnig er hægt að leggja við götuna.
Íbúðin er fullbúin þeim búnaði sem til þarf svo dvölin megi vera hin ánægjulegasta. Gistimöguleikar eru að hámarki fyrir sex manns. Borðbúnaður fyrir átta manns og helstu eldhúsáhöld eru til staðar ásamt baðhandklæðum og sængum, koddum og rúmfötum fyrir sex manns. Barnaferðarúm og barnastóll er til staðar í fataskáp íbúðar. Vatnsflöskur eru í ísskáp og salernispappír á salernum við komu.
Þvottahúsið er staðsett úti við aðal-inngang hússins, í þvottahúsi er þvottavél, bali og þurrkgrind, einnig er þar staðsettur hitakútur sem ekki má eiga við. Lykill að þvottaskápnum er með öðrum lyklum í skáp staðsettum í forstofuskáp.
Internet og sjónvarp
Leiðbeiningar með sjónvarpi og tengingu við internetið eru við tækið.
Vinsamlegast gangið frá sjónvarpi við brottför þannig að næsti maður geti kveikt á tækinu en þurfi ekki að stilla og tengja allt upp á nýtt.
Loftkæling
Airkon loftkæling er í íbúðinni og mælt er með að stilla gráður á 22 – 23 og slökkva fyrir nóttina og einnig þegar engin dvelur í íbúðinni. Að auki er mælt með því að slökkva á kælingunni ef gluggar og hurðir eru opnar. Mikilvægt er að slökkva á loftkælingunni við brottför.
Gólfhiti
Gólfhiti er á baðherbergjum en hans er einungis þörf yfir háveturinn. Vinsamlega hafið í huga yfir vetrartímann að hitinn rýkur út ef hurðir standa opnar og þá getur tekið langan tíma að hita húsið aftur.
Almenn umgengni og brottför
Reykingar eru ekki leyfðar inni í húsinu og gildir einnig um rafrettur. Reykingar eru aðeins leyfðar utanhúss og mikilvægt að ganga snyrtilega um.
Þvottavél
https://manuall.co.uk/svan-svl610-washing-machine/
Þvottavélar eru á þakhæðinni í læstum skápum fyrir íbúðir á efri hæð, en úti til hliðar fyrir neðri hæðirnar. Hér fyrir neðan eru einfaldar leiðbeiningar en nákvæmar leiðbeiningar á ensku er að finna á slóðinni hér fyrir ofan.
Spanish | Íslenska | Þvottakerfi | Hitastig | Magn | Tímalengd | Ástand þvottar |
English | Washing program | Temp. | Max | Duration | ||
Algodon 90 | Cotton 90 | Bómull 90 | 90°C | 6 kg | 195 mín | Mjög óhreint |
Por Avodo Algadon | Pre-wash Cotton 60 | Bóm 60 m forþv. | 60°C | 6 kg | 160 mín | Frekar óhreint |
Algadon 60 | Cotton Eco 60 | Bómull spari 60 | 60°C | 6 kg | 200 mín | Frekar óhreint |
Algadon 40 | Cotton 40 | Bómull 40 | 40°C | 6 kg | 195 mín | Frekar óhreint |
Eco 20° | Eco 20 | Spari 20 | 20°C | 3 kg | 94 mín | Lítð óhreint /skola úr |
Facil Cuidado | Easy care | Viðkvæmt | 40°C | 3 kg | 90 mín | Mjög óhr/Gerviefni |
Lana | Wool | Ull | 30°C | 2 kg | 45 mín | Ull sem má fara í vél |
Aclarado | Rinsing | Skolun | 6 kg | 36 mín | Ef þörf á aukaskolun | |
Centrifugado | Spinning | Vinding | 6 kg | 17 mín | Ef vinda þar betur | |
Lavado a Mano | Sensitive/Hand wash | Viðkv./Handþv. | 30°C | 2 kg | 91 mín | Viðkvæmt/Handþvottur |
Ropa De Deborte | Sports wear | Íþróttaföt | 30°C | 3 kg | 83 mín | Íþróttafatnaður |
Mixtos | Mixed | Blandaður fatn. | 30°C | 3 kg | 83 mín | Litað sem þvo má m. öðru |
Camisetas | Blouses/Shirts | Blússur/skyrtur | 60°C | 3 kg | 106 mín | Blandað sem þolir 60° |
Diario 60 min | Daily 60 min | Daglega 60 mín | 60°C | 3 kg | 60 mín | Blandað sem þolir 60° |
Rapido 15 Min | Rapid 15 min | Stutt 15 mín | 30°C | 2 kg | 15 mín | Lítið óhreint/Stutt kerfi |
Þrif og frágangur íbúðar við brottför og skil á lyklum
Þrif á íbúðinni eru ekki innfalin í leiguverði og leigjendur vinsamlega beðnir um að ganga vel frá eftirfarandi þáttum fyrir brottför:
- Þvo allt leirtau og setja á sinn stað í eldhússkápa.
- Þvo tuskur og viskastykki og hengja upp til þerris.
- Setja rúmfatnað og handklæði í körfur sem staðsettar eru í svefnherbergi.
- Tæma ísskáp og frystihólf.
- Fjarlægja allt rusl úr ruslatunnum íbúðar og setja í ruslagám sem er fyrir utan húsið.
- Mikilvægt er að slökkva á loftkælingunni við brottför.
- Muna að taka allar persónulegar eignir og skilja lykla eftir á eldhúsborði íbúðar.
Símanúmer þjónustuaðila leiguíbúðar
- Olafur, sími: 0034-684462451
Mögulegt er að panta akstur á flugvöll fyrir brottför gegn gjaldi og bent er á að hafa samband við Ármann með nokkurra daga fyrirvara sé þess óskað.
Aukaþjónusta gegn gjaldi
- Neyðarþjónusta og útkall, dagur/nótt 50/70 €
- Akstur fyrir fjóra frá flugvelli að íbúð fyrir kl.19 65 €
- Akstur fyrir fjóra frá flugvelli að íbúð eftir kl.19 80 €
- Taka þarf fram fyrir hversu marga farþega!
- Áfylling á ísskáp 40 €
- Áfylling á ísskáp er 6 lítrar vatn, 1,5 lítrar mjólk, 6 dósir jógúrt, kaffi, brauð, smjör og ostur.
Heilbrigðisþjónusta og apótek
Ríkisrekin heilsugæsla
Centro de Salud Rojales II Lo Marabu
Av. de HUelva, 2, 03170 Ciudad Quesada, Alicante
Sími +34 966 731629
Einkarekin heilsugæsla
Avda. de las Naciones, 4
Sími +34 6718916
Opnunatími: Mán til föstud 9.30-14 og 15-18 og á laugardögum 9.30-13.30
Spítalar
Hospital Quirón Torrevieja er einkaspítali
Partida de la loma s/n 03184 Torrevieja, Alicante
Sími +34 966921313
Hospital Universitario de Torrevieja Ríkisspítali
Carretera CV 95 s/n 03186 Torrevieja, Alicante
Sími +34 965721200
Opið er allan sólarhringinn á báðum spítölum.
Apótek
Farmacia Ciudad Quesada
Av.Jorge Martínez “Aspar”
Sími +34 966731713
Opið 9-20 alla virka daga.
Farmacia el Canal
Av.de los Regantes, 49,03170 Ciudad Quesada
Sími +34 966716761
Opið: 9-20 alla virka daga
laugard. 9-14
sunnud. Lokað.
Símanúmer í neyðartilvikum
Lögregla og sjúkrabíll: 112
Samgöngur
Leigubílar símanúmer:
+34 637 28 98 14
+34 617 55 54 44
Bílaleigubílar
OPENCAR er bílaleiga með góða þjónustu. Afgreiðslan er neðarlega við Laugaveginn,
Avda. de las Naciones, 1-A L-24. Beygt er inn hjá stóru bensínstöðinni
Hægt er að taka bíl frá þeim úti á flugvelli í Alicante og þar má einnig skila bílum frá OPENCAR
Sími: +34 965 72 54 52
Netfang: info@opencar.es
Vefsíða: http://www.opencar.es/en/
Miðbærinn og þjónustukjarnar
Húsið stendur í íbúðahverfi í suður hluta Quesada bæjarins við Av.de Malaga 22. Í næsta nágrenni við íbúðina er kaffihús, heilsugæsla, tannlækna, kjötgallerý og verkfæraverslun. Einnig er að finna Jysk (Rúmafatalagerinn) og Aldi stórmarkaður með matvörur. Bensínstöð er í næsta nágrenni sem og Consum matvöruverslunin, nokkrir veitingastaðir og raftækjaverslun. Bærinn er rólegur og fallegur, með nokkrum þjónustukjörnum.
Stærsti kjarninn í næsta nágrenni er Laugavegurinn og stendur við Avenida de las Naciones. Þar er að finna fjölmarga veitingastaði, verslanir, bílaleigur, hjólaleigur, hárgreiðslustofur, tannlæknaþjónustu, apótek og margt fleira.
Laugavegurinn (Av. de las Naciones) og miðbærinn
Miðbærinn í Quesada laðar til sín marga gesti. Fjölmargar verslanir og veitingastaði er að finna á Laugaveginum og hliðargötum, en neðst við Laugaveginn er borgarhliðið. Bílaleigan OPENCAR er staðsett við Laugaveginn og þar er einnig að finna ýmsa afþreyingu eins og minigolf, bowling-höll og líkamsræktarstöð sem er staðsett við götuna Calle los Arcos sem liggur þvert á Laugaveginn strax innan við borgarhliðið.
Af góðum veitingastöðum má nefna Day and night, Banana Tree, Amstellería og fleiri. Góð stórverslun með matvöru er rétt utan við borgarhliðið og nefnist Masymas.
Kjarninn við Hótel La Laguna
Þessi bæjarkjarni er í rösklega hálftíma göngufjarlægð frá húsinu en í aðeins 5 – 10 mínútna akstursjarlægð. Við La Laguna eru nokkrar verslanir og apótek, barir, veitingastaðir auk þess sem góður veitingastaður og bar er á Hótel la Laguna sem bíður prýðisgóðan mat að degi sem og kvöldi. Aðra veitingastaði er einnig að finna í sama kjarna og má þar nefna t.d
Restaurante Pizzería 222 sem býður dásamlega góðar pizzur, staðurinn stendur við Calle Presidente de la Generalitat, í verslunarhúsinu fyrir neðan Hótel La Laguna. Nánari upplýsingar um veitingastaðinn er að finna á meðfylgjandi slóð: http://www.pizzeria222.com/dona-pepa/
Indian Ocean er fallega innréttaður veitingastaður sem býður uppá sérlega góðan Indverskan og stendur við götuna Calle Mallorca, 25. Nánari upplýsingar um veitingastaðinn er að finna á meðfylgjandi slóð: http://indianoceanrestaurante.com/
Kjarninn kringum veitingahúsið Antica Italia
Þessi litli kjarni ofarlega í Quesada bænum leynir á sér. Þar er verslun sem hefur á boðstólum lifrarkæfu, Remolaði, Toro vörur og fleira sem Dönum og Svíum þykir gott, enda búa margir Norðurlandabúar á þessu svæði.
Bar á efri hæð verslunarhússins er líflegur á kvöldin og sumir skella sér karaókí. Á milli barsins og ítalska veitingahússins er lítill staður, vinsæll fyrir ódýran og góðan mat um miðjan dag. Aðalstaðurinn er veitingahúsið Antica Italia, við Av. Antonio Quesada, 1. Á sumrin er þétt setið á veröndinni á þakinu þar sem gestir njóta útsýnisins og sólarlagsins, borða heimagert pasta eða dýrindis snitzel. Á veturna er vinsælt að sitja inni við og ylja sér við arininn ef kólnar með kvöldinu. Ráðlegt er að panta borð í síma +34 966 71 87 37.