Björt og einstaklega glæsileg íbúð á annarri hæð í átta íbúða tvílyftu húsi staðsett á besta stað í Quesada á Spáni. Aðeins 30 mínútna akstur frá Alicante flugvelli.
Sérlega glæsileg íbúð sem skiptist í eldhús, tvö baðherbergi, þrjú svefnherbergi og stofu sem er með svefnsófa, svefnrými er fyrir allt að átta gesti. Útgengt er frá íbúð á veglegar svalir þar sem fátt eitt betra en að byrja daginn á góðum kaffibolla. Ef svölum er beint aðgengi að einka þaksvæði sem fullkomið er til að slaka á, fara í sólbað og horfa á sólsetrið. Íbúðinni fylgir glæsilegur garður með sólbaðsaðstöðu og stórri sundlaug sem hönnuð er fyrir alla aldurshópa. Lyfta er í húsinu.
Íbúðarhúsnæði Helgafells í Quesada á Hvítu ströndinni á Spáni er aðlaðandi og í snyrtilegu umhverfi. Quesada sem tilheyrir Valencia á Spáni er þekkt fyrir rólegheit og notalegt loftslag og þá helst fullkomið veðurfar þar sem sólin skín í takt við notalega hafgolu. Í hverfinu eru stutt í alla þjónustu og samgöngur í kring eru auðveldar og öruggar.
Kostir staðsetningar íbúðar:
• 5 mínútna göngufjarlægð í matvöruverslanirnar Aldi, Lidl, Consum og Masymas.
• 5 mínútna göngufjarlægð frá nokkrum veitingastöðum, kaffihúsum og börum.
• 5 mínútna göngufjarlægð frá bar þar sem fótboltastemningin ræður ríkjum.
• 10 mínútna göngufjarlægð frá aðalverslunargötunni (Laugavegur) þar sem þó nokkuð af verslunum og veitingastöðum er að finna.
• 15 mínútna akstur er á næstu baðströnd.
• 20 mínútna akstur í glæsilega verslunarmiðstöð LA Zenia Boulevard sem að hluta til er utandyra.
• 30 mínútna akstur til iðandi stórborga á borð við Alicante, Elche og Murcia að ógleymdum sjávarbænum Torrevieja.
• 30 mínútna akstur í hinn dásamlega Rio Safari Elche dýragarð.
• Háklassa golfvellir eru nánasta umhverfi.
• Nálægð við þekktar og skemmtilegar spænskar hjólreiðaleiðir.
• Í nálægð við rómantísk sveitaþorp þar sem Spænsk menning ræður ríkjum.
Upplýsingar
- Gestir: 6
- Þægindi: Borðstofa, Eldhús, Frítt bílastæði, Frítt Internet / WIFI, Loftkæling, Lyfta í byggingu, Nauðsynjar, Reyklaust, Sjónvarp, Svalir, Upphitun, Útisundlaug, Verönd, Þurrkari, Þvottavél
- Útsýni: Útisundlaug, Þakverönd
- Stærð: 102m²
- Svefnfyrirkomulag: 2 hjónarúm, 2 einbreið rúm, sófi
- Svæði: Alicante, Dona Pepa, Torrevieja
- Baðherbergi: 2
- Herbergi: 3
Ódýrasta verð frá: €81,000 fyrir 900 nætur (+trygging & gjöld)